154. löggjafarþing — 110. fundur,  13. maí 2024.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:02]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hafa borist bréf frá menningar- og viðskiptaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 919, um eftirlit með fjárhagsupplýsingastofum, frá Ásmundi Friðrikssyni, á þskj. 1121, um kostnað við auglýsingagerð, kynningarmál, viðburði og ráðstefnur, á þskj. 1216, um styrki til félagasamtaka, og á þskj. 1281, um nefndir á vegum ráðuneytisins og kostnað vegna þeirra, allar frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur, á þskj. 1027, um Ríkisútvarpið og útvarpsgjald, frá Óla Birni Kárasyni, á þskj. 1428, um skrifleg svör ráðherra við fyrirspurnum frá alþingismönnum, frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur og Birni Leví Gunnarssyni, á þskj. 1427, um aðkeypta þjónustu hjá Samkeppniseftirlitinu, frá Birgi Þórarinssyni, og á þskj. 1476, um skýrslu starfshóps, frá Þórunni Sveinbjarnardóttur.

Einnig hafa borist bréf frá utanríkisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 1497, um styrki til félagasamtaka, og á þskj. 1495, um kostnað við auglýsingagerð, kynningarmál, viðburði og ráðstefnur, báðar frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur.

Þá hafa borist bréf frá mennta- og barnamálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 1159, um námsgögn, frá Ágústi Bjarna Garðarssyni, og á þskj. 1303, um kostnað vegna umsókna um alþjóðlega vernd, frá Njáli Trausta Friðbertssyni.